þetta fyrirbæri blogg er frekar sérstakt; það er orðið þannig að ég hef ekkert að segja í fréttum því að fólk bara les bloggið mitt og svo þegar ég fer að segja frá einhverju sem ég hef verið að gera þá fæ ég bara -já ég veit, ég las það-.
er það orðið þannig að ég hitti fólk svo sjaldan að ég verði að halda úti bloggi svo að vinir og vandamenn geti örugglega fylgst með hvað er að gerast í lífi mínu?
ég vil allavega meina að það sé fylgni milli þess hversu títt ég blogga og fjölda símtala sem mér berast um hagi mína....
en...
show must go on.
í mínum ímyndaðahugarheimi er ég að valda fólki vonbrigðum með því að blogga ekki annan hvern dag....
ég vann um helgina. ég fékk annað verkefni hjá Saga film og í þetta skipti var það árshátíð 365 miðla... mikil vinna, mikil ábyrgð, mikil þreyta.
elsan mín kallaði mig SamJones eftir að hafa fengið lýsingar af mér gargandi í talstöðina sem hékk á mjöðinni af svörtu dragtinni....
SamJones, hljómar nokkuð vel, með smávægilegum áherslubreytingum þó.
minnir mig á það; vita allir hvað gaffer teip er? að þegar maður kaupir málingu þá þarf málingarbakki að kaupast með? hvernig á að flagga? hvað SX tæki er?
bara pælingar í vinnunni um helgina..ég komst að því að ég er mjög fáfróð á "bransann".
vinnan um helgina gerði mig þakkláta fyrir HÍ, ég elska að vera skólastelpa.
ég, að vísu, á það til að væla yfir því að þurfa læra og lesa svo mikið og hitt og þetta en rúsínan í pulsuendanum er það að ég elska skólann minn og námið mitt; ég er ekki tilbúin fyrir vinnumarkaðinn, svoleiðis er það nú bara.
ég fór í viðtal hjá Rauða Krossinum.
" hefur þú lent í einhverju dramatísku um lífsleiðina?"
"hmm...tja...."
" hefuru lent í misnotkun, ofbeldi..?"
"ha? já varstu að meina þannig dramatísku... ég hvar nú bara að hugsa um ástarsorg og brostnar vonir, hjörtu og loforð.... en nei, ég held að ég hafi bara átt frekar smooth sailing"
Fólki finnst ástarsorg ekki svo dramatísk.
mér persónulega finnst hún eitt það átakanlegasta sem ég hef nokkurn tíma lent í.
sá sem hefur ekki lent í almennilegri grátasigísvefn12dagasamfleyttoghringja24sinnumíhannásömu5mín, getur bara ekkert tjáð sig um málið.
það er nefnilega þannig að þessi ótrúlega þráhyggja á -hinum útvalda- á rætur sínar að rekja til heilastöðva og boðefna sem einnig stjórna fíkn.
víst að fíklar-dópistar stela og myrða fyrir einn skammt, eitt slag; afhverju er það þá svona súrealískt og absúrd að hjarta manns springi af harmi í einni góðri átakanlegri ástarsorg?
ég hef 3 svar á ævinni lent í ofbosðlega dramatískri ástarsorg.
kannski réttara að segja, með 3 strákum.
ég hélt að lífið hefði misst allan tilgang.
ég hélt að ég myndi aldrei elska aftur.
ég sór þess eið að rífa hausinn af stelpunni sem myndi snerta hann.
ég ímyndaði mér aðstæður þar sem hann yrði að taka við mér aftur, eða myndi gleyma öll liðnu og falla fyrir mér aftur.
ég hef fengið kvíðakast af ástarsorg því hann hringdi ekki í mig eða svaraði ekki þegar ég hringdi.
ég hef farið ýmsar leiðir í afvötnun.
ég hef farið cold turkey.
ég hef hægt og rólega vanið mig af.
ég hef fallið.
ég hef o.d.-að.
í dag er ég edrú.
einu sinni varð breytingin á mér þvílík að hún minnti á þegar Smeagal breyttist í Gollum; ég varð meðvirk vælandi undirgefin stelpa...
á því augnabliki sór ég sjálfri mér eið að verða aldrei aftur þessi vælandi og leiðinlega týpa sem ég var orðin.
ég fattaði að ég ein geri mig sjálfa hamingjusama.
lífið er undir mér komið, ég læt hlutina gerast.
ég sleppti því að segja þetta allt saman við hana Elvu í Rauða Krossinum, en ég staldraði við í góðar 15 sek og leyfði þessum hugsunum að kæfast við málpípurnar.
en það er gaman að þessu lífi.
hr.dani kom með skemmtilega lífsýn sem er mér mjög framandi; lifa einn dag í einu.
ég held ég leiti í stráka með þessa fílasófíu því að mér hefur verið bent á hana áður en það er ekki fyrr en nú sem ég finn hversu þægileg hún er...
-hakuna matata-
-que sera sera-
bara taka lífinu með ró og sörfa eftir öldunum sem come my way.....
falleg speki verð ég að segja.
ég skilaði verkefni um skrifræðiskerfi webers og ráðherrastjórnsýslu; finnst ég óneitanlega klárari fyrir vikið, því verður ekki neitað.
ég hef bara ekki hugmynd um ísl stjórnmál, svoleiðis er það bara, en ég er hægt og bítandi að læra.
alltaf að læra, meira í dag en í gær.
ég fann 2 bit á legginum mínum í dag og ég gruna fló sterklega um málisaðild, ég hringdi í mömmu í panikki, hún ráðlagði mér að skipta um föt og rúmföt og bera krem sem ég ekki á, á fjöllin 2 sem gætu fjölgað sér eins og Gremlings yfir nótt....
auðvitað vissu þessar bévítans flær að ég væri að fara að hitta hr.dana.
þær eru að reyna að eyðileggja þetta fyrir mér...
nú klæjar mig allastaðar og ég þori ekki fyrir mitt litla líf að klora mér svo að fleirri fjöll myndist ekki...
ég verð svona eins og Monica í Friends með bökunarhansa teipaða utan um mig svo ég klóri mér ekki...
smart...
eitt stórt samsæri.
svo kláraðist góða ameríska/ástralska vaxið mitt.
ef það verður seinkun á fluginu mínu þá fer ég að gráta.
ég komst að því um helgina að gillzenegger er bara ekkert svo stór og mikill, hanner bara frekar penn og hlédrægur en maðurinn sem vinnur í mötuneytinu og fæðir gillzinn er svo bara allt annað mál; lærið á mér var hálsinn á honum..það var bilun!
það virtist samt vera kúl að tala við gillzinn og láta taka myndir af sér með honum; ég læt það liggja á milli hluta hver skilgreining á kúl í þessu samhengi er...
ég er orðin rosa mikið syfjuð og alltof sein í kalt vax og niðurpakkningu á nýjum VS nærum...
siggadögg
-som kan godt lide de danske....-
mánudagur, mars 13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
sigga min mer finnst ad tu aettir ad skrifa a hverjum degi
eg er alltaf ad tekka mer finnst lida alltof langt a milli
Hello sweety...hlakka til að sjá þig - frekar fyndið hvað maður nær að hitta mikið á þig:) bara nice....en góða ferð og verðum í bandi á fimmtudaginn! bið að heilsa hr. Dana
Alveg er ég sammála Eriku, ef það líða meira en 2 dagar á milli verð ég alveg fanatísk og kíki of oft á dag til að tékka hvort skammturinn minn sé ekki kominn!! Góða skemmtun í DK baby :)
þú ert bara svo friggin skemmtilegur bloggari..sorry þú verður bara að halda okkur hinum uppi á þessum gráu, drungalegu dögum..
ohhh takk takk :) ég lofa að blogga á morguna.....
gott að vita að ég eigi ykkur sem lesendur...
það eru góðar stundir hér í DK með hr.dana..
æ lov ju mæ girls...
Skrifa ummæli